Spurt & svarað:


Sp.: Hvernig fer ástandsskoðun fram?
Sv.: Komið er á staðinn og eignin skoðuð. Gerð er skýrsla um ástand á eigninni.


Sp.: Er hægt að láta skoða einstaka hluta?
Sv.: Já hægt er að ástandsskoða einstaka hluta í fasteignum og gera skýrslu um þá.


Sp.: Hvernig nýtist skýrslan?
Sv.: Hún getur verið gagnleg við fasteignakaup og sölu. Einnig þegar ákvarða skal viðhald á eign. Þá getur hún verið listi yfir þau verk sem þarf að gera.


Sp.: Er nýbúinn að kaupa eign og verktakinn hlustar ekki á kvartanir mínar. Hvað á ég að gera?
Sv.: Skýrsla frá hlutlausum aðila er mjög sterk í svona málum og hreyfir oft verulega við verktökum ef þeir sjá að kvartanir eiga við rök að styðjast. Því þá eru menn komnir með eitthvað í hendur til þess byggja kröfur sínar á.


Sp.: Tryggingarfélagið mitt er búið að bæta mér tjón mitt og finnst mér mikið vanta upp á að það sé bætt. Hvað get ég gert?
Sv.: Þarna getur verið gott að hafa skýrslu frá hlutlausum aðila sem gæti stutt þær kröfur sem tjónþolinn hefur fram að færa.


Sp.: Það lekur hjá mér en ekki endilega í rigningu, glugginn er að detta í sundur, járnið er að fara af þakinu, það rennur ekkert niður úr niðurfallinu, það kemur ekkert vatn úr krananum.
Sv.: Þetta eru spurningar sem leitast er við að svara með ástandsskoðun: