Fréttir
Hér verður að finna helstu fréttir af eignamati og starfsemi félagsins þegar fram í sækir.
Þetta helsta
- 2017. Eignamat.is endurnýjar hitamyndavél. Flir E95 tekin í notkun sem er nýjasta afurð framleiðandans.
- 2015. Eignamat.is fékk Blower door blásara frá Retrotec til að athuga loftþéttleika í íbúðum og húsum.
- 2013. Eignamat.is tók í notkun Extech MO297 til notkunar með hitamyndavélinni.
- 2012. Eignamat.is tók í notkun Flir E60Bx hitamyndavél til nota í mötum.
- 2010. Eignamat.is er um þessar mundir að gera möt fyrir ýmsa aðila.
Flir E95B er sérstaklega framleidd til notkunar í byggingum og er nýjasta flaggskip framleiðandans og nú stærst í sínum stærðarflokki, E00. Skiptanlegar linsur þarf ekki að kvarða sérstaklega eins og áður. Myndir eru miklu stærri en áður og enn meiri upplausn sem gerir greininguna enn betri. Þá er E95 mun fjölhæfari en sú fyrri og hægt að nota hana í víðtækari verkefnum.
Blower door blásari er notaður til að loftþéttleikaprófa íbúðir og hús. Skv. Byggingareglugerð er þess krafist að loftþéttleiki bygginga sé að hámarki 3m³/h/m² við 50pa mismunaþrýsting. Þá er hægt að finna loftleka í rakavarnarlögum og í samsetningum byggingahluta. Þetta er mjög mikilvægt í myglumálum.
Mælirinn mælir raka í efni og lofti en einnig hita og daggarmark. Hann tengist hitamyndavélinni og sendir henni ýmis gildi úr mælingum til notkunar með hitamyndum.
Flir E60Bx er sérstaklega hönnuð til notkunar í byggingum og er stærst í sínum stærðarflokki. Myndir eru stórar og með mikla upplausn sem er grundvallaratriði svo hægt sé að draga einhverjar ályktanir af þeim. Myndavélin er með skiptanlegum linsum til sérhæfðrar notkunar eins og víðlinsum og aðdráttarlinsum. Hægt er að greina með henni ýmsa galla í byggingum eins og í einangrun, vegna leka og daggarmark. Hægt er að finna staði sem eru veikir fyrir mygluvexti. Mjög gott er að finna heitar lagnir eins og í gólfhitalögn.
Um það er helst að segja að öll verk eru trúnaðarmál milli matsbeiðanda og matsmanns.
Þó er hægt að segja að frá að unnið hefur verið að mati á einstökum byggingahlutum og eignum sem hér segir þ.e.:
þökum vegna leka,
Tjónamat, það er til að hægt sé að fá annað álit en það sem tjónamatsmenn tryggingafélaganna gefa út. Margir eru ósáttir við það sem tryggingarfélögin vilja bæta og þá hægt að fá svör frá óháðum aðila. Tjónamat ætti alltaf að vera óháð og hlutlaust. Aukning er í leigumötum þar sem matsmaður er fengin til að skoða íbúð í upphafi leigu. Þetta er mjög nauðsynlegt fyrir aðila svo hægt sé að sjá hvað hefur gerst á leigutímanum. Það er hægt að greina aukinn skilning á þessu.
þakgluggum vegna leka,
sólstofum vegna leka,
útveggjum vegna leka, útfellinga, járnalagna, sprungumyndana,
gluggum vegna glers, glerstærða, glerjunar og leka með gleri og gluggum,
útfellinga undir svölum,
parketi vegna vatnstjóna og viðgerða,
mati á viðhaldsþörf á húseignum,
mati á eignum úti og inni vegna kaupa og sölu þeirra,
vegna viðskilnaðar verktaka á nýjum eignum,
kostnaðarmats,
nú er aukning í leigumötum þegar fólk fer á leigumarkaðinn.